Ég er nú enginn prófessor í eðlisfræði, en skv. minni vitneskju má nefna þetta:
De Broglie setti fram hugmyndir sínar um að allt efni gæti hegðað sér eins og bylgja, með bylgjulengd = h/p (planksfasti/skriðþungi).
Þessi hugmynd var svo staðfest með Davisson-Germer tilrauninni.
http://en.wikipedia.org/wiki/Davisson%E2%80%93Germer_experimentEinnig útskýrir bylgjueðli rafeindar afhverju aðeins sumar brautir eru leyfðar um kjarna, eða eins og ég skrifaði í mínar tryggu glósur:
“Unnt er að nota bylgjueiginleika rafeindarinnar til að skýra hvers vegna aðeins sumar brautir eru leyfðar umhverfið kjarnann, til að hún eyðist ekki þarf hún að vera staðbylgja, ummál hringsins verður að vera heilt margfeldi bylgjulengdar.”
Sé það ritað sem svo: (2pí*r = n*bylgjulengd)
og það leyst með jöfnu fyrir De Broglie bylgjulengd fæst að:
Hverfiþungi = Minnkaður planksfasti * n
mmö. að hverfiþungi er skammtaður, sem er einmitt 2. frumsenda Bhors, en af hverju það stafaði hafði Bhor sjálfur ekki útskýrt, heldur aðeins leitt útreikninga sína út frá því.