Ég hef ekki hugmynd frekar en þú. Ég hef þó á tilfinningunni að ég hafi rétt fyrir mér og tilfinningin hefur sjaldan brugðist mér, þó hún sé enganveginn góð heimild.
En jú, rétt hjá þér. Ef það er áhugi fyrir áhugamálinu lognast áhugamálið ekki útaf. Áhugi á handavinnu einn og sér nægir ekki og því miður munu þessar þúsundir handavinnuunnenda ekki koma þér til aðstoðar við dauðastríð áhugamálsins. Eða, það hef ég allavega á tilfinningunni.
Og nei, ég hef ekkert misskilið. Hvernig ætlar þú að ræða þessar keppnir á huga? Hvað geturðu gert? Þú getur, jú, póstað einhverjum tenglum og sagt “sjáið hvað þetta er sniðugt, oh hvað þetta er sniðugt, alveg yndisleg keppni” og svo…öhhh…
Og fyrirgefðu, en ert þú að segja að matargerð endist enganveginn? Það sé því gjörsamlega hrikalegt fyrir fólk að elda, því…nei heyrðu…þetta er svo bara borðað! Ef fólki líkar eitthvað rosalega við útlitið á því sem gert var er hægt að taka mynd. Svo er einfaldlega hægt að njóta matarins aftur og aftur og aftur og aftur…kannski halda matarboð og vera hrókur alls fagnaðar. Þú heldur bara handavinnuboð á meðan.
Þú varst annars að koma með hugmyndir til að áhugamálið myndi ganga. Ég misskildi ekkert og finnst skrítið hvernig þú getur misskilið það. Svo vil ég minna þig á að öll þessi dauðu áhugamál höfðu stjórnendur, margir þeirra quite willing að láta áhugamálið ganga upp…en…vúps, nei! Það gerðist ekki! Ó hví, ó hví! ÞAÐ VAR ÓMÖGULEGT!
Look, vinan, þessar einföldu hugmyndir þínar eru ekki beint hjólið. Og satt best að segja á ég erfitt með að skilja hvernig þú getur lifað day by day með svona litla rökhugsun í kollinum. Heldur þú virkilega að áhugi á handavinnu margfaldist bara við einfalt áhugamál á huga? Eru svona miklar líkur á því í þínum augum að fólk hlaupi upp til handa og fóta til að stunda skrapp eftir að hafa kíkt á áhugamálið? Nei, það gerist ekki, ekki fremur en þú ferð að horfa á Formúlu af miklum áhuga eftir að hafa rétt kíkt inná formúluáhugamálið. Það þarf meira en bara töfrasprota og góðan vilja.
Annars er ég hálforðinn stuðningsaðili handavinnuáhugamáls, bara til að geta hlegið að þér þegar það failar.