Ok, ég ætla að taka það fram fyrst að ég hlusta á Teknó og Rapp og ég á svona 2 vini sem hlusta á Rapp og 1 sem hlustar á Teknó, svo sona 6 sem hlusta á Metal. Ég á svona 10 kunninga sem hlusta á Metal og svona 3 sem hlusta á rapp, og jafnaldra frændi minn sem ég heng mikið með er Metalhaus.
Ok, það sagt get ég byrjað. Eins og ég sagði að ofan þekki ég fullt af fólki sen hlustar á metal og nokkra sem hlusta á rapp og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem hlusta á Metal eru mest fordómafullir af öllum, hvort sem það er tónlist eða eitthvað annað. Ég er í sífelldu rifrildi við frænda minn um hvort Muscle bílar séu betri en Japanskir. Bara um daginn var ég hjá vini mínum og hann sagði mér að eina sem þú þarft að gera til þess að búa til Teknó er að kunna að raða. En það er eins og að segja að ef þú villt gera Metal þarftu bara að plokka strengi. Bara til þess að sýna mér að þeirra tónlistin þeirra væri meira hardcore kveiktu þeir á eitthverjum Japönskum Metal þar sem gaurinn gubbar, ég endurtek, kastar upp yfir sig í myndbandinu.
Ég ætla samt ekki að alhæfa það er til mjög fínt fólk sem hlustar á Metal, og alveg eins í píkupoppi, rappi og öðru. En eins og var sagt í commenti fyrir ofan, ef þú villt að aðrir virðir tónlistar smekkinn þinn, verður þú að virða tónlistarsmekk aðra.
En það sem að ég vill virkilega fá að vita, hvað er það nákvæmlega sem böggar þig svona mikið við fólk sem hlustar á þessa tónlist? Ég fletti yfir commentin sá alltaf bara “Því að þetta er sori!” eða eitthvað slíkt. Það er ekki ástæða. Ég get t.d. sagt að metall sé sori af því að mikið af því innihledur: Öskur, dautt fólk, satanisma og fleiri viðbjóð. Þú veist, það sem var upprunalega álitið sem sori. Þetta er dæmi, ekki raunverulegar skoðanir, svo ekki reyna að nota það gegn mér seinna ;)
En hvaða ástæðu hefur þú að hata fólk sem hlustar aðra tónlist en þú? Ég bíð spenntur.