Vá hvað það er mikið bull í þessum þræði.
Rítalín hefur líklega bjargað háskólanáminu mínu, og ég hef lesið mér mikið til um þetta, búinn með nokkurnvegin allar stóru heimildirnar á netinu sem og eytt fleiri klukkustundum að tala um þetta við geðlækni.
Rítalín og amfetamín eru, í hreinu formi, næstum nákvæmlega sömu efnin. Það fer eftir skoðunum læknasamfélagsins á hverjum stað hvort efnið er gefið, en í bandaríkjunum er yfirleitt gefið amfetamín við þessum geðsjúkdómum, meðan rítalín er yfirleitt notað í evrópu. Eini stóri munurinn á þeim hér á íslandi er að rítalín er búið til af fagmönnum og er hreint meðan amfetamín getur verið illa framleitt og blandað aukaefnum (og þá ekki bara skaðlausum mjólkursykri, stundum eitthvað verra).
Í litlum skömtum (eins og notaðir eru við sjúkdómum) er sama og enginn munur á þeim. Í miðstórum skömmtum, eins og flestir íslenskir vímuefnanotendur nota, eru áhrifin á heilan nær nákvæmlega þau sömu, en rítalín hefur meiri líkamleg áhrif (hjartsláttur og kjálkatitringur) og fer hraðar úr líkamanum, sem veldur verri “niðurtúr”. Í stórum skömmtum eins og sprautunotendur og fleiri nota verður meiri munur á efnunum, þar sem rítalín fær kókaínskylda verkun í smá stund eftir inntöku. Skammtar af þeirri stærðargráðu eru mjög skaðlegir og nálægt overdosi. (ólíkt því sem flestir halda er overdós ekki lífshættulegt fyrir allt dóp. T.d. er það magn rítalíns sem þarf til að drepa þig meira en 50 fallt það magn sem þarf í overdós, og margir illa upplýstir vímuefnanotendur overdósa oft án þess að taka eftir því.)
Fyndið hvað tilvitnunin hérna að ofan í wikipediu var misskilin. Hún sagði að í stórum skömmtum hefði rítalín svipuð áhrif og *kókaín*, bara skaðminni. Það var ekki verið að tala um amfetamín.
Ég er sjálfur með ofvirkni og athyglisbrest, og rítalín hjálpar mjög við að koma reiðu á hugsanir mínar og hjálpar mér að fylgjast með í fyrirlestrum. Gallinn er hins vegar sá að eftir að það hættir að virka er ég ekki alveg jafn glaður og venjulega í svona 2-3 tíma.
Ég byrjaði samt á þessu 18 ára (eftir að ég byrjaði í háskóla) og hefði ekki viljað byrja á því fyrr.
Í grunnskóla hafði ég vægast sagt mikla hegðunarerfiðleika. Kom varla sá dagur sem ég lenti ekki í slagsmálum við starfsfólk, hafði sterkan mann í skólastofunni hjá mér við að “passa” mig í góðan part fimmta bekkjar og mér fannst námsefnið fáránlegt og neitaði yfirleitt að læra það. Ósveigjanlegt menntakerfi bætti ekki úr skák (ég gat, og get enn varla, handskrifað) og mikið af námsefninu fanst mér hrein móðgun. Í stærðfræði var reynt að neyða mig til að reikna endalausar endurtekningar og skrifa upp dæmi sem ég gat reiknað á nokkrum sekúndum í huganum, meðan það var mikið erfiði fyrir mig að skrifa þessa nokkra tölustafi. Svo seinna var ég neyddur til að læra endalausar margföldunartöflur utanað þegar ég gat margfaldað það allt í huganum. Mestan partinn voru einkunnirnar mínar nálægt núlli.
Rítalín hefði ekki verið nein lausn. Slæm einbeiting var ekki vandamálið, heldur ósveigjanleiki menntakerfissins. Stundum komi víðsýnir kennarar sem leyfðu mér að vinna með mínum hætti. T.d. leyfði einn stærðfræðikennari mér að reikna allt í huganum og bara skrifa svarið, og bara gera tvö dæmi af hverju tagi, þar sem ég þurfti ekki endalausar endurtekningar. Hjá þessum kennara fékk ég nér alltaf 9 og 10 á prófum og ég þakka henni fyrir að ég fékk svo 9 á samræmdum prófum í stærðfræði. Í náttúrufræði hafði ég svo annan kennara sem leyfði mér að svara spurningum munnlega í staðin fyrir að skrifa niður og fleira. Ég endaði líka með 9 á samræmdum í náttúrufræði þökk sé honum.
Púnkturinn með þessu öllu að ofan er að lyf eru lausn á líkamlegum göllum, en ekki samfélagslegum. Í mínu tilviki þá voru það endurtekningar, sem eru rosalegar í grunnskóla, og mikil handskrift sem voru vandamálið. Það er ekki erfitt að mennta sig án þessarra tveggja, en kerfið bauð bara ekki upp á það. Ofvirkir krakkar eru oft algerir snillingar en geta ekki sýnt það því þeir virka ekki í þessu kerfi sem er reynt að móta þá með. Til dæmis er ein kenningin um ástæðu ofvirni sú að þegar samfélag manna breyttist í landbúnaðarsamfélög þar sem reglur samfélagsins og hæfni til að stunda langa og leiðinlega vinnu varð mikilvæg, hafi manneskjan breyst. Ofvirkir hinsvegar séu afkomendur samfélaga sem ekki fóru í landbúnað heldur héldu áfram að vera veiðimenn, þar sem skjótar ákvarðanir undir álagi skipta máli. Þetta sést meðal annars í því að ofvirkir geta hugsað mjög hratt og notað stærri part heilans í það sem er að gerast, meðan minna afl fer í að fylgjast með öðrum hlutum og þess vegna geta þeir ekki gert margt í einu og gleyma hlutum. Þess vegna gengur þeim oft vel í íþróttum og FPS tölvuleikjum.
Ég fór svo í menntaskólan hraðbraut. Þar var kerfi sem hentaði mér: Bara þrjú fög í einu, hlutirnir bara sagðir einu sinni og án endurtekninga, mikið álag og fartölvur mikið notaðar svo ég slapp næstum alveg við handskrift. Lenti ekki í neinum vandræðum í menntaskóla.
Núna í háskóla er það loksins sem einbeitingin er farin að verða vandamálið. Ég berst við það með því að mæta á rítalíni í alla fyrirlestra og hef tómt borð fyrir framan mig meðan allir aðrir eru með fartölvur, bækur og glósur. Þetta er að virka mjög vel.
Annað við að vera að gefa þetta yngri krökkum, er að langtíma verkanir á börn hafa lítið verið rannsökuð. Þetta þýðir ekki að það sé slæmt, þvert á móti benda þau litlu gögn sem við höfum að þetta hjálpi til við að laga ofvirkni varanlega ef það er gefið meðan heilinn er að þroskast. Málið er bara að enginn veit hvort þetta skaði eitthvað varanlega líka. Allt sem við vitum er að þetta hefur einhver áhrif á heilaþróun í börnum, góð eða slæm. Bara spurning um áhættu.
Annars bendi ég líka á svör saehrímnirs. Hann hefur góða hugmynd um þetta líka.