Ef þig vantar eitthvað til að “gera” með forritunina, þ.e. eitthvað challenge/mission, kíktu þá á project euler.
http://projecteuler.net/Þú skráir þig (register) og svo ferðu í “problems” og sérð vandamálalistann. Þú velur eitthvað vandamál og færð betri lýsingu, o.s.frv. Svo reynirðu að finna svarið, yfirleitt með því að búa til eitthvað forrit sem reiknar það út. Ef þú færð rétt svar þá geturðu svo skoðað spjallborð um það vandamál. Það er svo haldið utan um hvaða dæmi þú ert búinn að leysa, og þú getur leyst þau í hvaða röð sem er. Þetta er frábær æfing og mjög skemmtilegt.