Þá verðuru nú að benda á sölumennsku í heild sinni. Auðvitað reyna allir sölumenn að fá þig til þess að kaupa vöruna þeirra.
Þar eru hins vegar bara kjánalegt að strauja kreditkortið sitt og halda að maður borgi það aldrei til baka. Þegar menn fá kreditkort þá ERU menn að fá lánað og það ætti venjulegt fólk að gera sér fulla grein fyrir.
Ef menn vilja ekki vera skuldugir þá fá menn sér bara debetkort og taka þar með meðvitaða ákvörðun um að eyða bara pening sem maður á.
Það er fínt að geta gleymt sér í kaupæði og strauja kortið á fullu og réttlæta það fyrir sjálfum sér með því að ‘maður hafi ekki gert sér grein fyrir því’ hversu miklu maður var búinn að eyða. Það ætti ekki að vera erfitt, við lærðum jú samlagningu í grunnskóla.
Mun líklegra er að fólk einfaldlega hneigist í þá átt að vilja fresta vandanum. Ef við fáum 5 klst til þess að gera eitthvað verk, þá munum við líklegast ekki klára það fyrr en að 5 tímum liðnum, þá það sé í raun ekki nema 2 tíma verk. Að sama skapi lætur fólk kreditkortaskuld líta út sem fjarlægt vandamál sem ekki þarf að pæla í fyrr en við mánaðarlok, en á sama tíma heldur það áfram að strauja, sem er engum að kenna nema þeim. Bankinn getur kannski sannfært þig um hversu handhægt það er að vera með kreditkort, en hann getur ekki neytt neinn til þess að nota það.
Þess vegna fékk ég mér kreditplús :)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig