Þú ert að neita að horfast í augu við raunveruleikann.
Var Stóridómur knúinn áfram af Lútherskum rétttrúnaði eða ekki?
Áðan sagðiru að kristni hefði haft gífurleg áhrif á menningarheim vestrænna ríkja en um leið og það er eitthvað neikvætt þá reyniru að benda á siðferðisþróun, eins og kirkjan hafi ekkert komið þar nálægt.
Ákveddu þig, hvort hefur trúin áhrif á siðferði manna eða ekki? Þú getur ekki valið jákvæðu punktanna og hafnað þeim neikvæðu.
Ég veit að stríð voru hagkvæm á sínum tíma, en sem betur fer hefur vitund gagnvart þeim aukist gríðarlega undanfarin ár
what?
Ég myndi nú ekki halda að fólk í fortíðinni hafi verið eitthvað blóðþyrstara en við. Og ég myndi nú ekki halda að við séum eitthvað meðvitaðri um það hvað stríð eru ógeðfelld nú en þá.
Munurinn er hins vegar að fyrr á öldum voru hagkerfi mikið lokaðri en nú, einræðisherrar eða fámenningsstjórnir voru með völd og það skapaði jarðveg fyrir gríðarlega hagsmunaárekstra. Skattlagningarhæfileiki ríkisins og herköllun gerði þessum leiðtogum svo kleyft að berjast gegn hverjum öðrum, í von um eigin hagnað.
Nú til dags, með aukinni hnattvæðingu, opnari og frjálsari mörkuðum og lágríkisstefnu sem hófst fyrir um 300-400 árum síðar er hreinlega ekki lengur frjór jarðvegur fyrir stríðsrekstur.
því ekkert réttlætir þann glæp sem stríð eru.
Hvað ertu að meina? Ég get alveg réttlætt þáttöku Breta og Bandaríkjamanna í síðari heimstyrjöldinni.
Ég get vel réttlætt þáttöku BNA í frelsisstríði Bandaríkjanna.
Ef þú ert að meina að ekki sé hægt að réttlæta árás að fyrra bragði, þá er hins vegar auðveldara að halda því fram.
Og eru trúleysingjar ekki hópur að sama skapi?
Ég veit nú ekki til þess að trúleysingjar finni einhverja tengingu við aðra trúleysingja. Mundu að trúleysi er í eðli sínu ólíkt trú í þeim skilningi að það er fjarvera trúar.
Vissulega geta trúleysingjar, sem eru mennskir eins og allir aðrir, fallið í hópamyndun og ofbeldisverk, en það er þá oftar en ekki í nafni ákveðinnar pólitískrar stefnu, og tengist trúleysi þeirra því lítið.
Annars sé ég ekki hvað síðustu 5 línurnar af svari þínu tengjast því sem ég sagði. ég efast hins vegar stórlega um að trú sé nauðsynleg forsenda kærleiks hjá fólki. Ef því er hins vegar kennt frá blautu barnsbeini að trú þeirra og kærleikur séu jafn nátengd og þú vilt meina, þá er nú ekki furða að fólk trúi því.
Síðan byrja menn að blanda einhverjum galdrakörlum inn í þetta, svo kemur pólitík, síðan segja menn hvernig kynlíf má og má ekki stunda… og þá er þetta allt saman komið í vitleysu og ekki réttlætt á siðferðislegan né vísindalegan hátt… þar sem þetta er trú…