afsakið, ég mismælti mig (misskrifaði mig?)
Ég veit ekki hvað þrjóska okkar eða löngun í það að hafa rétt fyrir okkur kemur málinu við. Það er einfaldlega hægt að mæla manninn á marga vegu og það er alls ekki óraunhæft.
Blaðran er búin til úr nákvæmlega sama efninu og áður en hún var blásin upp, og hefur þarafleiðandi sama rúmmál.
Rúmmál blöðrunnar eykst víst. Ef þú ætlar hins vegar að útiloka loftið og taka einungis rúmmál gúmmísins í blöðrunni þá er það allt annað mál. Ef við reiknum með teygjunni þá gæti það hafa aukist, það gæti hafa minnkað.
Ef við blásum lofti úr lungunum á okkur sem er heitara en umhverfið þá mun rúmmál gúmmísins líklegast aukast þar sem rík tilhneiging hjá efnum er að þenjast út við hita, og þar með auka rúmmál sitt, ALGJÖRLEGA óháð efnismagni.
Svo þessi fullyrðing þín er einfaldlega kolröng.
Þú getur tæmt kveikjara og gasið sem kemur úr honum myndi aldrei rúmast fyrir inni í honum. Samt sem áður erum við að tala um nákvæmlega sama efnismagn.
Og ef þú ætlar að fara út í svona tittlingaskít að taka ekki loftið í lungunum með í rúmmáli okkar þá ættiru heldur ekki að taka meltingarfærin með, og því er svar þitt upp á 68 lítra líklegast kolrangt.
Gasið sem kemur úr kveikjaranum er gert úr nákvæmlega sama efni og vökvinn sem var inni í kveikjaranum, það þarf ekki að vera neitt samband milli efnismagns og rúmmáls.
PV=nRT - kjörgasjafnan… mjög hentug
Vinsamlegast ekki saka mig um vanþekkingu í stærðfræði þegar þú gerir jafn basic efnafræðivillu og raun ber vitni.
En pointið er greinilegt, og ég þarf varla að sanna það, að hægt er að mæla hluti á marga mismunandi vegu. Oftar en ekki viljum við aðeins vita ákveðinn þátt varðandi hlutinn. Því fleiri eiginleika sem hann hefur, því fleiri vegu er hægt að mæla hann á.