Ég vil ekki banna dönskukennslu. Ef einhver vill læra dönsku þá ætti það að vera þeirra mál, en það er algjör óþarfi að kenna hverju einasta barni á Íslandi danska málfræði í 4-6 ár.
Fæstir geta notað þetta á ævinni. Þeir sem læra dönsku læra hana ekki í skóla heldur hafa þeir flutt út og læra hana ‘first-hand’ á sínu fyrsta ári í Danmörku.
Þetta er sóun á skattfé og dýrmætum tíma sem hægt væri að nota í mikilvægari kennslu líkt og fjármálalæsi, heimspeki eða hagfræði (sem sárvantar í gagnfræðiskólum)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig