Það er alltaf mjög slæmt að fá blóðnasir, sérstaklega bara uppúr þurru og hann hættir ekki!
En ég kann eina góða sögu af mér þegar ég fékk skemmtilegan blóðnasir.
Ég fór á Manslaugther tónleika á Bar 11 með vini mínum eftir að hafa drukkið 20g af múskati tveim tímum áður. Við héldum að það myndi virka sem eitthvað dóp en ég svaf bara heillengi daginn eftir… þetta var líka SLÆMT á bragðið.
Allaveganna, tónleikarnir voru byrjaðir og þegar fyrsti mosh-pitturinn kom þá sagði ég við sjálfan mig: Hey ég ætla að fara í minn fyrsta mosh-pit núna.
Ég fór í mosh-pitinn og brjálað og svona en eftir svona 10 sekúndur þá fékk ég bara þungt högg á nefið! Það var væntanlega óvart en blóðið byrjaði bara að fossa strax og ég fór inní eldhús(staff only). Ég labbaði óboðinn inn og náði mér í pappír, einhver starfsmaður greinilega af erlendu bergi brotinn sá mig og sagði:
Hey!(með svona you're not allowed here svip)
Ég starði bara á hann með blóð yfir öllu andlitinu, pappír framan í mér og horfði á hann með svona Dude, seriously… svip.
Hann sagði svo: hey hey ok man, sá alveg ástandið á mér.
Allaveganna eftir svona 5-6 mínútur hætti að blæða og ég sá að hálft andlitið mitt var rautt, hægri höndin öll rauð, blóð á peysunni og meira að segja blóðdropar á skónum. Ég þreyf mér í framan og fór aftur upp en forðaðist mosh-pit þetta kvöld allaveganna. Það sem mér fannst ótrúlegt við þetta er að þetta högg var alls ekkert vont, þótt það blæddi helling þá fann ég engann sársauka.
Kannski var það múskatið…. :O