Fór í sakleysi mínu eitthvað að pæla í eiturlyfjum, og þá fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna fólk leiðist út í svoleiðis ósóma?

Slæmur félagsskapur - hópþrýstingur/kúl, þörf á athygli?
Sure, þótt maður geti aldrei þóknast öllum…

Forvitni?
Sure, þótt maður geti reyndar alveg séð afleiðingar þeirra út um allt..

Tómarúm - þörf í eitthvað?
Einn kunningi minn talaði um “stundarró” - að fá að hverfa í smá stund úr raunveruleikanum; fyrst allt geti gert manni lífið leitt, hvers vegna maður geti þá ekki fengið að borga í sömu mynt um stund?
Fullnæging endist bara í fjórar sekúndur…

Ég er sammála því sem hann vomur sagði einhverntímann við mig:
,,Dóp er ofsjón af himnaríki sem breytist smátt og smátt í helvíti."


Skítakomment og almenn leiðindi vel þegin :D