Ég tók á sínum tíma mjög meðvitaða ákvörðun um að hefja vímuefnaneyslu. Mér höfðu verið boðin kannabisefni, sem ég neitaði þar til ég hefði kynnt mér málið betur. Eftir mánuð af heimildaleit ákvað ég að slá til, líklegast fyrir forvitnis sakir. Nýjar upplifanir er hlutur sem ég sækist mjög í, og þarna var kærkomið tækifæri til að prufa eitthvað alveg nýtt, ólíkt nokkru sem ég hafði áður upplifað. Síðan eru liðin nokkur ár, og ég hef bætt fleiru í reynslubankann á þeim tíma.
Slæmur félagsskapur er ekki eitthvað sem ég kenni um, ég prufaði ekki til að þóknast neinum nema sjálfum mér. Það sama held ég að gildi um allan minn vinahóp, hver prufaði á sínum forsendum. Ekki einn einasti úr þessum hóp hefur misst sig í ruglinu, flestir einungis prufað ólöglega vímugjafa örsjaldan og að því er ég best veit standa sig vel í námi og/eða vinnu.
Það er þó líklega vegna þess að enginn þeirra hefur dottið í þá gryfju að nota vímugjafa vegna þriðju ástæðunnar sem þú nefnir. Þar tel ég að liggi lang hættulegasti þáttur vímuefna, að þau séu notuð til að fylla upp í einhverskonar tóm. Þegar eini tilgangur neyslunnar er að bægja raunveruleikanum á brott um stundarsakir er auðvelt að byrja að misnota vímuefni, því að tómið snýr jú oftast aftur þegar áhrifin hverfa. Og þá vilja víst sumir meira.
Vímuefnaneysla hefur eins og allt annað bæði kosti og galla. Það er hins vegar mikil áhætta að byrja, því það er hlutur sem ekki er hægt að taka til baka. Maður veit ekkert hvort maður á eftir að helfalla í eitthvað algjört rugl og ósóma, eða prufa í nokkur skipti og geta hætt hvenær sem er. Það þarf alltént mikinn viljastyrk til að langa ekki að eyða öllum sínum tíma í undralandi.
Að lokum vil ég svo taka fram að hér voru einungis mínar skoðanir og vangaveltur á ferð, ef það fór eitthvað á milli mála ;)
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.