Forskeytin mega-/meg- og megalo-/megal- eru jafngild og eru upprunin af gríska stofnorðinu megas sem kemur úr frum-indó-evrópskaorðstofninum meg-. Það er rangt að halda því fram að mega-/meg- sé enskt forskeyti en megalo-/megal- grískt.
Ef þú hefðir haft fyrir því að klikka á greinina á wikipediu þar sem fjallað er um forskeytið í stað þess skima bara yfir yfirlitið þar sem vísað er á mismunandi greinar um mega hefðir þú séð að svo er.
Þar að auki má deila um það hvort nafngiftir yfir ákveðin tugveldi séu stærðfræðilegs eðlis. SI kerfið er í raun síst af öllu “sannað” heldur skilgreint þó að notkun kerfisins, t.d. í eðlisfræði eins og þú bendir á, þarfnist stærðfræði en þó skal benda á að það er eingöngu meðhöndlun talnastærðanna sem SI-kerfið býr til nöfn yfir sem þarfnast stærðfræði, þú margfaldar t.d. aldrei óskilgreindan fjölda píkógramma með óskilgreindum fjölda gígaHertzum, það væru bara lausar einingar með stærðarskala án nokkurs samhengis. Þetta eru einfaldlega nafngiftir hugsaðar til hægðarauka í framsetningu og mannlegum samskiptum vegna túlkunar stærða, ekki stærðfræðilegar reglur.
Bætt við 6. september 2009 - 18:55 http://www.etymonline.com/index.php?term=mega-http://en.wiktionary.org/wiki/mega-http://www.myetymology.com/english/mega-.html