Nei, þetta sem hann er að lýsa er það sem kallast harðmæli og lýsir sér þannig að sérstaklega p,t og k eru skýr í framburði og hljóma ekki eins og b, d, eða g eins og hjá þeim sem eru linmæltir. Það sem þú varst að meina er svokallaður Vestfirskur einhljóðaframburður, hann er að ég held að líða undir lok, þar sem ekki eru margir fæddir eftir 1950 sem tala svona. En allavega þá eru Vestfirðir og Norðurland sitthvor landshlutinn og afþví að þér finnst þeir tala skringilega, þýðir ekki að þeir séu með allar mállýskurnar í einu.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann