Eða paranoia eða eitthvað. Held að það sé best til að lýsa ástandi mínu þessa dagana.
Ég flutti nýlega að heiman (frá Akureyri til Reykjavíkur) og núna undanfarna daga hef ég upplifað mikla hræðslu gagnvart því að það verði brotist inn til mín og frænku minnar, sem ég bý hjá. Það er ekki af því ég er svo mikill hræðslupúki og hrædd við allt sem er ekki smábær, heldur því það var ekki löngu áður en ég flutti til frænku minnar brotist inn til hennar og hreinsað úr íbúðinni hennar. Og það var um miðjan dag og enginn nágranni varð var við neitt.
Svo var líka reynt að brjótast tvisvar inn hjá annari frænku minni, sem býr hérna ekki langt frá, í eitt skiptið voru þau ekki heima þar (það var um nótt, löggan og Securitas liðið mættu og innbrotsliðið var horfið þegar þeir komu, hafa flúið þegar þjófavarnarkerfið fór í gang). Svo í seinna skiptið, sem var bara núna fyrir tveim vikum, klukkan 11 að morgni til voru krakkarnir þeirra einir heima og einhver gaur reyndi að komast inn um baðherbergisgluggann þeirra! Gaurinn samt flúði þegar hann heyrði í krökkunum inni og þau hringdu í pabba sinn, sem hringdi á lögguna og svo í mömmu þeirra og systur, sem komu brunandi á 2 mínútum heim, og þær voru komnar LÖNGU á undan löggunni. Wtf? Pabbinn hringdi og sagði löggunni að það væri verið að brjótast inn til hans as we speak og krakkarnir hans, sem eru undir 13 ára aldri, væru ein heima. Þá er ég að tala um að mamman var uppi á Höfða, sem er langt heiman frá þeim, og systirin inní Kringlunni þegar pabbinn hringdi og þær voru komnar alveg löngu á undan löggunni. Fáránlegt. Það er greinilega bara ekki hægt að vera alveg öruggur þessa dagana.
Það er þjófavarnarkerfi þar sem ég bý, en það…er eiginlega bara ekki alveg nóg. Bara tilhugsunin um að einhver random manneskja brjótist hérna inn um hánótt eða um miðjan dag, skiptir ekki hvenær, lætur mig fá hroll og ég veit að ég myndi bara urlast úr hræðslu ef það myndi gerast, sérstaklega þegar ég veit að ef löggan er varla að flýta sér þegar það er verið að brjótast inn þar sem tvö börn eru ein heima, hvað þá ef fullorðin manneskja hringir og segir að það hafi verið brotist inn og manneskjan mögulega flúin að vettvangi út af kerfinu sem fór í gang.
Í gærnótt lá ég í rúminu ógeðslega þreytt en gat ekki sofnað nærrum því strax því ég var einfaldlega of hrædd við tilhugsunina að einhver væri fyrir utan eða eitthvað þannig. Og ég er ekki þessi paranoid týpa sem heldur að það sé morðingi á hverju horni eða að eitthvað slæmt gerist allsstaðar, þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi eitthvað svona. Samt vissi ég alveg af frænku minni í þarnæsta herbergi við mig og þjófavarnarkerfið á, en…vá, samt var ég ógeðslega hrædd. Og as I said, ég er ekki yfirleitt hrædd við svona hluti.
Það sem ég er þá mostly að spá í, er eitthvað hægt að vinna í þessu á frekar stuttum tíma? Því ég nenni ekki að lifa þannig að ég hlaupi út úr húsinu á morgnanna (eins og í morgun, heh) því að ‘því fyrr sem ég fer út úr húsinu því minni líkur eru á að ég verði hérna ef það verður brotist inn..’, ég actually hugsaði þetta í morgun þegar ég dreif mig út úr húsinu til að fara vinna, og labbaði þvílíkt hratt frá því og fannst ég ekki örugg fyrr en ég var komin út úr götunni. Þá svona rann það upp fyrir mér að þessi paranoia er komin út fyrir öll heilbrigð mörk.
Öll ráð eru vel þegin.