Sá þetta á<a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=784447“>mbl.is</a>

Honum brá heldur betur í brún manninum sem á dögunum var á gámasvæðinu við Réttarhvamm. Hann opnaði þar svartan ruslapoka en ofan í honum voru tveir naggrísir í búri. Yfir 10 stiga frost var úti þennan dag. ”Ég fór strax með þá heim, vildi koma þeim sem fyrst í hitann, sagði maðurinn en hann vildi ekki koma fram undir nafni. “Mér brá mjög þegar ég opnaði pokann og dýrin lifandi ofan í honum. Það á ekki að gera svona lagað, þetta er ógeðslegt,” sagði hann. Í haust fann sami maður kanínu í búri sem skilin hafði verið eftir á gámasvæðinu, en hún var svo aðframkomin af kulda og hungri að hann lógaði henni á staðnum.

Naggrísunum var fundið nýtt heimili hjá systurbörnum mannsins, þeim Söru Ósk og Jósep Marinó, og þar una þeir hag sínum vel. Þeir eru hinir gæfustu og fengu nöfnin Telma og Dúlla. “Dýrin eru mjög gæf og greinilegt að þau eru vön því að vera hjá fólki,” sagði móðir barnanna. “Mér finnst synd hvernig fólk fer með gæludýrin sín, þetta er hroðalegt.”

Fólk sem var að viðra hund sinn í Kjarnaskógi skömmu eftir áramót gekk fram á naggrís þar sem hann hímdi undir tré í skóginum og hafði greinilega verið skilinn þar eftir. Mikið frost var um þær mundir. Þau náðu dýrinu og tók starfsfólk Gæludýraverslunar Norðurlands við því. Elsa Halldórsdóttir, starfsmaður þar, sagði hræðilegt þegar fólk gripi til ráða af þessu tagi þegar það vildi losa sig við gæludýrin. Dýralæknar svæfa gæludýr, en að sögn Elsu getur verið að kostnaður sem því fylgir fæli einhverja frá.



<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Monotype Corsiva“ size=”3">Kv. catgirl</font></