Hmm, ég hef ekki skoðað öll svörinn, og þetta er ekkert voða djúp pæling.
Enn, ég pældi einusinni fyrir löngu í því að EF aðrar lífverur frá framandi sólkerfi eða vetrabraut myndu hitta okkur menninna, og bera saman skilningarvitinn á milli þeirra og okkar.
líkaminn okkar býr yfir ákveðnum skilningarvitum, (heyrn, sjón, lykt, tal, tilfinningar ->(efnaboð)og svo framvegis)
Segjum að báðar lífverurnar horfi t.d á rauðan lit,
við greinum rauðan enn mundi geimverann greina rauðan?
Við finnum lykt af kjúklingi, mundi geimverann finna sömu lykt og við?
Augun okkar sýna ekki allt sem er fyrir framan okkur því augun okkar eru ekkert voða fullkominn, enn sjón geimverunnar getur verið allt allt allt öðruvísi, við horfum kannski á kassa enn geimverann sér þríhyrning úr kassanum?
Þannig að skilningarvitinn okkar eru ákveðinn, og geimvera frá framandi vetrabraut þar sem reglur náttúrulaga geta verið allt öðruvísi enn við þekkjum það í okkar vetrabraut og hvernig við greinum úr efnisheiminum út frá okkar skilningarvitum, get it?
Enn mundu það að allar tilfinningar sem við upplifum innann með okkur eru efnaboð sem smitast um líkamann, ef þú hugsar neikvætt þá framleiðist neikvæð efnaboð í líkamanum og sama með jákvæðar hugsanir, og þetta getur þú borið saman við ALLAR tilfinningar sem þú upplifir eða hugsar! Efnisheimurinn er ákveðinn með ákveðinn lögmál, enn er það eina sem er ? heimur skammtafræðinnar er allt allt öðruvísi enn við þekkjum það, það geta verið aðrar víddir hér, þarna og allstaðar sem við þekkjum ekki né greinum.
Þannig að geimverur frá framandi vetrabraut geta verið búin að þróast í billjóna meiri ára enn við, og geta verið með háþróuð skilningarvit sem geta greint margar víddir? séð það sem efnisheimurinn gerir ekki mynd úr? öreindasjón? geta numið og fylgst með hljóðbylgjum með augunum?
Lífið eins og við þekkjum það er eina lífið sem við þekkjum, þannig að möguleikarnir á einhverju svo framandi geimverur frá manneskjunni að við gætum aldrei skilið það.
eða séð þær því þær hafa meðvitund á allt öðru borði enn við? The universe is an endless mystery.