fólk
alveg sama hversu oft ég hef rétt fyrir mig þá hlustar fólk alldrey á mig og það er að gera mig brjálaðann!!
Benjamin, þú ert ómögulegur. Skoðanir þínar eru eins og löðrungur framan í alla þá sem eru þér ósammála. Þær eru svo móðgandi að enginn kærir sig um þær. Vinir þínir skemmta sér betur án þín. Þú veist svo margt að enginn getur sagt þér neitt. Og þótt svo væri þá mundi enginn reyna það því að það yrði aðeins til vandræða. Það eru því ekki miklar líkur á því að þú kynnist fleirum en þeim sárafáu sem þú þekkir nú þegar.
að forðast alla beina gagnrýni á skoðanir og tilfinningar annarra og að staðhæfa ekki. Ég sneiddi hjá þeim orðum tungumálsins sem lögðu áherslu á ákveðna skoðun, eins og “vissulega”, “vafalaust” o.s.frv. og ég sagði í staðinn “ég held”, “mér skilst”, og “ég ímynda mér” að eitthvað sé svona eða hinsegin eða “mér sýnist núna…”. Þegar einhver annar staðhæfði eitthvað sem ég var ósammála neitaði ég sjálfum mér um þá ánægju að andmæla honum strax og sýna fram á einhverja vitleysu í því sem hann sagði.
Franski heimspekingurinn La Rochefoucauld sagði: “Ef þú vilt eignast óvini farðu þá fram úr vinum þínum en ef þú vilt eignast vini láttu þá fara fram úr þér.”
Ef að vinir þínir fara fram úr þér eykur það sjálfstraust þeirra en ef við förum fram úr þeim dregur það úr sjálfstrausti flestra þeirra og vekur öfund.
Ef vinur minn missir sjálfstraust og fyllist öfund þegar ég fer framúr honum, af hverju ætti það ekki að fylla mig af öfund og minnka mitt sjálfstraust þegar hann fer framúr mér? Er hann þá ekki orðinn óvinur minn fyrir að fara framúr vini sínum? sbr. efri línu tilvitnunarinnar.
Þá finnst mér það ekki endilega best að “láta engan vita” ef ég ætla að sanna eitthvað, það er hreinlega til of mikils ætlast að þrjóskt fólk nútímans hugsi út í það að maður sem steinþegir í gegnum heilt rifrildi hafi sterka skoðun á hlutunum. Stundum þarf maður að stoppa fólk af og útskýra hvað það er sem er svona hrikalega vitlaust, stundum virkar að gera það á ‘erfiða mátan’ þ.e. að hækka róminn og yfirgnæfa það með ákveðni, en stundum er alveg hægt að gera það á rólegu nótunum… Það fer svo oft eftir því við hvern maður er að rökræða.
Ef þú þrætir og rífst og jagast kanntu að sigra stöku sinnum en það eru einskis verðir sigrar því þú vinnur aldrei velvild andstæðingsins.
Stundum skiptum við um skoðun án þess að komast í uppnám en ef einhver segir að við höfum rangt fyrir okkur tökum við því óstinnt upp og forherðum hjarta okkar. Við myndum skoðanir okkar kæruleysislega en fyllumst heitri ást á þeim þegar einhver ætlar að taka þær frá okkur. Það eru augljóslega ekki skoðanirnar sem okkur er sárt um heldur sjálfsmatið."
Segjum sem svo að þú rústar viðmælenda þínum og tætir í þig röksemdir hans. Hvað gerist svo? Þér líður vel. En hvað um hann? Þú hefur auðmýkt hann. Þú hefur sært stolt hans. Honum gremst sigur þinn.
ég hef rétt fyrir mig