Óhæ.
Ég var í bíó í gær á Drag Me To Hell (sem kom mér reyndar á óvart og er mjög góð). Allavega, ég sat bara í mínum stól og einhver sæt stelpa sem ég þekki ekki neitt við hliðina á mér. Ég, að sjálfsögðu vel sokkinn inn í myndina og búinn að fá mér vel af poppi, var því vel þyrstur. Vatnsglasið mitt mér á vinstri hönd og kók stelpunnar mér á hægri hönd.
Þar sem ég var vel sokkinn inn í myndina var ég voðalega lítið að pæla í hvaða glas ég tók að AUÐVITAÐ tók ég glas sætu stelpunnar við hliðina á mér (kærastinn hennar var meira að segja með! =0) og fékk mér hálfan sopa af kókinu.
Gellan horfir á mig með hrikalegu samansulli af móðgunar- og gelgjusvip og segir: “Ehhh, asssakaðu, en'ett'er mitt kók.”
Ég horfði á hana í smástund og reyni að bæla niðri í mér hláturinn, sem var að sjálfsögðu ekki hægt, og gellan var svo sjúklega móðguð. Þetta var ekki vandræðalegt (þó það hafi átt að vera það) en bara sjúklega fyndið af því að gellan var svoooooo fúúúúl!
Allavega point þráðarins: Þú, sæta stelpa, ef þú ert að lesa þetta, fyrirgefðu - aftur! =P
Ókei, bæ.