Úr lögum um veitingastaði, gistihald og skemmtanahald:
“II. kafli. Almenn ákvæði um veitingastaði.
5. gr. Dvöl ungmenna á veitingastöðum.
Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 22 á kvöldin og fram til lokunar staðarins nema í fylgd með foreldrum sínum, öðrum forráðamönnum, ættingjum eða maka, 18 ára eða eldri. Dyraverðir, eftirlitsmenn, framreiðslumenn og/eða aðrir sem ábyrgð bera á rekstri staðarins skulu láta ungmenni er koma á slíka staði eða dveljast þar eftir kl. 22 að kvöldi, án framangreindrar fylgdar, sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt enda sé ástæða til að ætla að hlutaðeigandi hafi ekki náð 18 ára aldri.”
Svo hafa staðirnir seemingly leyfi til að hækka þetta aldurstakmark og spurning hvað þeir gera þá í ákvæðunum um fylgd.
Bætt við 8. ágúst 2009 - 20:14
gististaði*