Pullaði fjarkann þessa ‘helgi’ og drakk samviskusamlega frá fimmtudegi til sunnudags, þótt það hafi kannski ekki verið jafn samviskusamlega og sumir vinir mínir.

Og núna á síðasta kvöldi helgarinnar þegar ég ætti samkvæmt öllum góðum og gildum lógískum alheimslögmálum að falla í djúpann og miskunnarsamann drykkjusvefn þá ákveð ég að vaka alla nótt þangað til að það er algjörlega búið að renna af mér og sofa barasta ekki neitt (vitandi að helvítið hann Skufsi mun vekja mig samviskusamlega klukkan ellefu til þess að fara að hommaversla með honum). Ullabjakk.

Hvað er annars að angra ykkur varðandi verslunarhelgina, bara svona til þess að þið farið ekki að beina spjótunum að mér.

30 ára aldurstakmark á tjaldstæði á Akureyri, ekkert pláss í Herjólf, nauðgað þrisvar í þrem mismunandi tjöldum?