Ég fór til læknis á mánudaginn…er búin að vera veik með hálsbólgu og leiðindi…get ekki sagt að ég hafi fengið góða þjónustu…settist í stólin, sagði hvað var að, hann kíkti í hálsin á mér, pikkaði eitthvað í tölvuna og skrifaði uppá sýklalyf handa mér og vísaði mér út. Fattaði síðar að hann hafði ekki einu sinni sagt mér hvað væri í raununi að mér…spes.
En núna í kvöld var ég að hanga með vinunum og þau eitthvað “jóóóó djamma um helgina” ég svaraði á mínum bömmer..nee er á sýklalyfjum. Þá bendir ein vinkona mín mér á að fletta lyfinu upp á netinu því á sumum sýklalyfjum má drekka í litlu magni..svo þegar ég kom heim áðan fer ég beint á netið og googla þetta finn út mér til mikillar gleði að ég má fá mér nokkra sopa eeeen ég fann annað út…á þessari síðu var listi yfir þau lyf sem að mitt lyf getur haft áhrif á og þeim list er PILLAN MÍN!
Fékk smá sjokk, þannig að mig langar að spyrja….á læknirinn ekki að spyrja að þessu…hvort maður sé á öðrum lyfjum eða eitthvað…eða á ég að hafa vit á því að láta hann vita…hélt samt að það ætti að standa í sjúkraskránni minni að ég væri að þessari pillu…ég er ekki alveg sátt hérna…varð að tjá mig…þetta er orðið smá langt…langar að vita álit annara á þessu :)
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?