Sjálfur er ég á þugnlyndislyfjum útaf því heilin í mér er ekki að búa til nóg af gleðiefnum sem heilinn býr til. Þetta er heldur ekekrt sem fólk getur bara sagt “Hei, farðu til læknis og vertu glaður eftir það”. Þunglyndi er ekki svakalega auðvelt að eiga við og ef heilinn er ekki að búa til þau efni sem hann á að gera þá er það ekki gott, þar koma lyfin inn. Þó svo ég hætti þeim þá dett ég niður á það plan að heilinn býr ekki til þessi efni. Þá er ég kominn á byrjunar reit.
En þunglyndi getur verið mismunandi hjá fólki. Sjálfur hef ég verið svona frá 7 ára aldri og orðinn 21 í dag og ný farinn að sætta mig við að ég er svona. Ég er samt ekki Emo.
En það er líka það, þetta getur verið, og allt of margir sætta sig ekki við það, þetta getur verið bannvænn sjúkdómur. Það að geta ekki liðið vel er ekki góð tilfinning og að líða svoleiðis endalaust getur drepið. Þá fer fólk að drepa sig.
Okey, það er bara ég kannski, en þegar fólk fer að segja að sjálfsmorð sé sjálfselska, þá vil ég byðja fólk um að líta í eigin barm. Er það ekki sjálfselska í fólkinu sem vill hafa mann í kring bara útaf því það vill ekki að maður fari? Maður líður það ílla að geta ekki farið frammúr á daginn því maður sér ekkert bjart ljós og enga framtíð, maður lætur eins og allt sé í lagi en það er ekki svoleiðis, og enþá vill fólki að manni líði svoleiðis bara fyrir það. Maður dröslast áfram fyrir fólkið í kringum sig og það segir að ég sé sjálfselskur. Þegar ég er farinn að lifa fyrir fólkið og fjölskylduna einungis, þá er ég ekki að lifa fyrir mig. Þá er ástandið orðið soldið slæmt. En ekki taka þessu þannig að ég sé að mæla með sjálfsmorði, bara ekki taka því þannig að sjálfsmorð sé sjálfselska. Jú reyndar í sumum tilfellum getur það verið sjálfselska. Þegar fólk er farið að drepa sig útaf frekju. Það myndi ég kannski kalla sjálfselsku.
Maður segir ekki við alnæmissjúkling “Hey, farðu bara til læknis og láttu þá taka þetta í burtu og þá ertu læknaður”. Þunglyndi er svipað. Sumt er hægt að lækna samt en sumt er erfiðara að höndla. Oftast þeir sem verða þunglyndir útaf einhverjum ástæðum er auðveldara að höndla heldur en þeir sem fæðast með það.
Biðst afsökunar ef einhver taki þessu nærri sér.
“They´ve Come To Witness The Beginning. The Rebirth Of Paradise, Despoild By Mankind.