Í þau 1200 ár sem Ísland hefur verið byggt er þetta í raun það eina minnistæða sem Íslendingar hafa gert.
Nauðgarar? Mjög lítill hluti víkingamenningarinnar voru í raun víkingar, og nauðganir voru alls ekki það eina sem þeir gerðu. Ef ég ætti að giska þá myndi ég halda að nauðganir hafi ekki verið í neinum meirihluta miðað við hversu algengar þær eru núna.
Mikið meiri hluti fólksins af víkingatímanum voru landnámsmenn, verslunarfólk o.s.frv.
Og ef þú ætlar að vera að svekkja þig yfir öllum slæmu hlutunum sem víkingarnir gerðu þá þarftu nú að líta yfir alla mannskynssöguna, hún er bara alls ekki fögur, og víkingarnir voru ekkert verri hvað þetta varðar.
Þetta fólk skapaði sér stóran sess í sögunni og við ættum að sjálfsögðu að vera stolt af því að vera komin af þeim, það er fólk eins og þið sem að gefur skít í allt sem landnámsmenn Íslands lögðu á sig til að koma byggð á þetta land sem ég er pirraður á. Ef ekki hefði verið fyrir þá þá væruð þið svo sannarlega ekki til.
Sigldu yfir Atlantshafið á trébáti og segðu mér svo hvað þér finnst um þá.
Bætt við 25. júlí 2009 - 14:28
Svo ég bæti nú við þá var það þeirra menningarheimi sem var nauðgað af kirkjunni. Kristni var þröngvað ofan á Skandinavíu af Evrópu og með því voru allar hetjusögurnar, öll arfleifð forfeðra þeirra talin syndsamleg og látið fólk gleyma þessu.