Nokkur sársaukafull slys, og ekki slys sem ég hef lent í:
Nr. 1: Pútter í hausinn, semsagt, bróðir minn lamdi pútter í hausinn á mér, það spýttist blóð í allar áttir, pabbi líkir því við blóðgosbrunn. Ég man ekki meir frá þessum degi.
Nr. 2: Ég var að fara í kollhnís, og lenti með andlitið á rúmstokknum, og fékk efri framtennurnar í gegnum neðri vörina, og drap báðar tennurnar.
Nr. 3: Þegar ég handleggsbrotnaði á hjóli og setti keðjuna á, hjólaði heim og við útidyrahurðina þá hætti adrenalínið að flæða (ég var að gera e-ð hættulegt/skemmtilegt á hjólinu) og ég byrjaði að hágrenja!
Nr. 4: þetta var ekki beint sársaukafullt, en allavegana var ég að hlaupa og ákvað að hlaupa yfir svona almenningsbekk, sem var blautur, og ég rann til og festi hnéið á milli setunnar og baksins, og síðan fann ég að ég var að falla framfyrir mig, og hefði vinur minn ekki gripið í bakið á mér þá hefði þungi líkamans þvingað fótinn á mér til að begjast vitlaust um hnéið, og ég hefði slitið krossband og fótbrotnað.