Yfirlið er svar líkamans við minna blóðflæði (og þar með minna súrefni) til heilans. Þess vegna dettur fólk niður, svo að líkaminn verði láréttur og það sé auðveldara fyrir líkamann að pumpa blóði í höfuðið.
Allavega þá veldur minnkað súrefnisflæði um heilann í ákveðinn tíma heilaskemmdum.
Mæli allavega ekkert með því að stunda þetta… yfirlið er tilefni til að hringja á sjúkrabíl (t.d. eru sundlaugaverðir og fleiri sem stunda öryggisstörf eru skyldugir til að hringja á sjúkrabíl þegar það líður yfir einhvern á þeirra vakt), þannig að þetta gerir líkamanum ekkert gott.
Auðvitað bætist svo við hættan á því að slasa sig þegar maður fellur í jörðina vegna yfirliðsins ;)
If you can't say anything nice, then don't say anything at all