Fer eftir hvernig þú skilgreinir hálfviti býst ég við, en í almennri merkingu orðsins þá er ég engan vegin hálfviti, í reynd er ég einn af gáfaðari mönnum sem þú munnt nokkurtíman frá svar frá á huga og/eða hitta nokkurtíman á ævinni :)
og já ég geri mér fulla grein fyrir því að óbeinar reykingar geti verið skaðsamar, það er reiknað út frá svipaðri jöfnu og nýtt er til að mæla skaðsemi geislavirkra efna en þar er miðað við að geisluvirku efnin séu hlutfallslega jafn skaðsöm þó svo magnið sé minna.
Til að einfalda, segjum sem svo að geislavirkt efni mælist með 1000 geislavirkni stig þá valdi það þér 1000 í skaða þegar þú kemst í snertingu við það efni. Annað efni eða hlutur sem hefur 1 geislavirkni stig ætti þá að valda þér einum skaða þegar þú kemst í snertingu við hann. Þetta er gert að öllum líkindum út frá því að líkaminn geti ekki unnið úr geislavirkum efnum.
Þetta er það sem mér finnst ekki passa við reykingar og óbeinar reykingar. Þú hefur mann sem að reykingar pakka á dag s.s 20 sígarettur og ef við gefum hverri sígarettu skaðsemisstig þá getum við sagt að hann hafi 2000 skaðsemisstig út úr því.
Maðurinn sem situr á móti honum meðan hann reykir hverja einustu sígarettu innandyra tekur virkan þátt í innöndun þeirra óhollu efna sem eru í reyknum en þó augljóslega í minna magni, hversu mikið minna magni fer t.d eftir hversu vel loftræst herbergið er. Við getum gefið okkur það að í vel loftræstu herbergi fær óbeini reykingarmaðurinn uþb. 1/100 af skaðsemi sígerettunar við það að vera í návist reykingarmannsins eða þeas 20 skaðsemisstig.
Nú skulum við taka annað dæmi utandyra, sem er almennt það sem að reykingarmenn lenda í á íslandi þar sem mest allar innandyra reykingar eru bannaðar. Utandyra er loftræsting svo geigvænlega mikið betri en hvar sem er innandyra að við getum sagt að skaðsemi óbeinna reykingar þar sé kanski 1/10000 brot af því sem reykingarmaðurinn fær ofaní sig. eða þeas 0,02 skaðsemisstig og það er ef maðurinn stendur nálægt reykingarmanninum.
Svo skulum við gera okkur grein fyrir því að þau efni sem eru í sígarettureyk séu kanski slæm, en ekkert verri en mörg önnur efni sem við komumst í snertingu við dags daglega, líkaminn er gerður til að vinna úr “slæmum” efnum og losa sig við þau, ólíkt geislavirkni.
Þetta er partur af ástæðunni fyrir því að ég lít niður á fólk sem kvartar yfir sígarettulykt og hættum hennar utandyra, ég lít á það fólk sem manneskjur sem njóta þess að troða eigin óhamingju uppá aðra. Fólk sem sér aðra njóta lífsins og verða að reyna að skemma það.