Nú eru Ding Dong á Radío-X hættir, reyndar var síðasti þátturinn sl. mánudag. Mig langar samt aðeins að nöldra yfir því, ég heyrði smá brot úr viðtali sem Sigurjón tók við Pétur í gærmorgun og þá heyrðist mér á Pétri að Doddi hefði verið rekinn.
Mig langar bara að lýsa því hér með yfir að þetta voru góðir þættir hjá þeim, fínt að hlusta á “bullið” í þeim svona seinnipart dags, og sé ég því eftir þessum þáttum. Þá er lítið annað að hlusta á á Radíó-X nema Tvíhöfða á morgnana…og svo er spiluð tónlist eftir hádegi, en var ekki einhverntíman stefna Radíó-X að vera útvarpsstöð sem að ræðir málin!!