Ég man þá tíð að þegar maður gekk inn í plötubúð að þá var alltaf svona plagat standur, þar sem maður gat keypt sér plagöt. Þetta voru þá yfirleit plagöt einhverra vinsælla hljómsveita og einnig leyndust þarna kvikmynda plagöt. Einnig var hægt að kaupa einhver plagöt í ýmsum öðrum verslunum eins og Hagkaup ofl.
En hvað varð um plagötin. Núna er ég búinn að fara í flest allar þær verslanir sem mér dettur í hug að hugsanlega væru til plagöt en ekkert gengur. Það er ekki einusinni til plagöt í Ótrúlegu búðinni lengur. Hefur einhver skíringu á þessu, það getur nú ekki verið mikill kostnaður á bakvið það að halda uppi svona plagats standi.