Ég var eitthvað að hugsa um daginn og byrjaði að hugsa um tímflakk og hversu sniðugt það er, það er líka mjög afstætt
og segjum að okkur myndi takast að búa til tímavél
(sem er frekar líklegt ef okkur tekst að ná ljóshraða kannski á næstu 50 árum)
Ég er með tvær góðar pælingar hérna varðandi tímaflakk..
1.Þú ert með síma í vasanum og tímavél á gólfinu.
þú situr kyrr í 10 mín og stendur svo upp og ferð í tímavélina og ferð 10 mín aftur á bak í tímann
og þá hitturðu “fortíðar þig” sem er sitjandi þarna með síma í vasanum en þú sem fórst fram í tímann ert með nákvæmlega eins síma og þá væntanlega NÁKVÆMLEGA eins sim kort.. okei?
síðan kemur vinur þinn og hringir í símanúmerið þitt..
Hvor síminn hringir.. eða hringja báðir.. eða hvorugur?
2. Segjum að þú sért með tímavél og 5000 kall
þú leggur 5000 kallinn á borðið og ferð út í 10 mínútur
síðan kemur þú aftur inn, tekur 5000 kallinn af borðinu og þú tekur hann með þér 8 mínútur aftur í tímann þar sem þessi sami 5000 kall liggur á borðinu og þú tekur hann og þá ertu komin/n með 10.000 kall…
eða hvað þetta meikar ekki mikið sens því að ef að þú myndir taka hann af borðinu þegar þú færir aftur á bak í tímann þá myndi hann ekki vera þarna þegar “fortíðar þú” ætlaðir svo að taka hann með sér aftur á bak í tímann.
En ég meina dettur ykkur í hug einhver önnur leið til að “græða” 5000 kall með tímaflakki
og já ég veit að það er hægt að fara aftur á bak í tímann og sjá lottó tölurnar og komast að því hvaða veðhlaupa hestur vinnur en þegar það verður búið að finna upp tímavélar.. þá dettur allt svoleiðs úr umferð ég er að meina fyrir utan það..
það er samt svona týpískt að enginn hafi nennt að lesa þetta og að stjórnendur segja að þetta eigi heima á vísindi og fræði .. en þetta er bara pura Tilveran sko
yfir og út