óttist þið þjáningu. eða bara sársauka allmennt???
og þá er ég að tala um allt frá skurði á hendi og uppí það að vera rekinn á hol. hafið þið/mynduð þið einhvern tíma hætt við að gera eitthvað af því að það gæti verið pínu sárt.
og mynduð þið fórna ykkur til að bjarga einhverjum öðrum (manneskjunni sem þið elskið, fjöldkyldunni, heiminum?)
hverjar eru ykkar skoðanir á þjáningu og dauðanum.
sjálfur er ég ekki hræddur við sársauka þannig séð, en reyni nú að forðast hann ef að ég get (það er nú bara common sense). ég er ekki hræddur við að deyja en ég vil hinsvegar ekki fara strax. ég á eftir að gera og upplifa allt of mikið. og með það að fórna sér. ég myndi fórna mér, en ekki fyrir hvern sem er. elskuna mína, fjölskylduna eða til að bjarga hóp af fólki jájá. en ég myndi ekki fórna sjálfum mér til að bjarga margföldum ofbeldismanni, eða manneskju sem ég vissi að myndi ekki gera það sama fyrir mig.
álit?