Þegar fyrst var farið að selja kók, var allt selt með því yfirskyni að það væri lyf sem gerði manni gott.
Myndir ekki trúa haugnum af allri lyfleysunni sem gerði ekki gagn. Kók var eitt af því.
Hinsvegar var það aldrei framleitt sem lyf. Heldur var það eiginlega mótsvar eins manns við áfengisbanninu á þeim tíma. Á þessum tíma voru “Gosbrunnar” eða “soda fountains” vinsælir í bandaríkjunum, því að fólkið trúði því að sódavatn hefði góð áhrif á heilsuna.
Og þar sem þessir tímar voru blómsturár fyrir skottulækna og aðra gervifrumkvöðla, þá var auðvelt að markaðsetja allan andskotann undir því yfirskyni að það væri gott fyrir heilsuna. Sem dæmi má nefna sígaretturnar.
Maðurinn sem kom því á markað fullyrti að kókið læknaði morfín fíkn, meltinga sjúkdóma og truflanir, hausverki og jafnvel þunglyndi.
Kókaín hefur ekki verið notað síðan 1903 í kókið. Fyrir þann tíma var það kókalauf, of koffín. Í dag eru notuð kókaínfrí lauf til að fá þetta eftirsótta bragð.
En það er ekki þar með sagt að kókið hafi nokkurn tímann virkað við neinum veikindum, pestum eða sjúkdómum.
Og þess vegna segi ég aftur… Það hefur aldrei verið hægt að sýna fram á það, hvorki í nútímanum eða frá 1885, á vísindalegan hátt að kókið geri nokkuð gagn.. hvort sem það er við magapest eða höfuðverk. :)