Get gefið rök fyrir því að ungir ökumenn eru engu hættulegri í umferð tölfræðilega séð en aðrir.
Flestir ökumanna á ökuprófsaldri eru virkilega að vara sig á ökulagi sínu, vegna hættu þess á slyum fyrstu dagana, vikurnar og jafnvel mánuðina.
Ég get hins vegar bent á dæmi, og allmörg, þar sem ég þoli ekki afbrotamenn í umferðinni.
Sumt eldra fólk virðist hafa gleymst hvernig skuli keyra í gegnum hringtorg, aðreinar, sem og ljós.
Yngra fólkið virðist keyra frekar eins og þjóðverjar í gegnum þetta.
Svo eru hins vegar asnarnir í yngri flokknum sem bjóða hættunni heim… en þeir eru jafn heimskir hvort sem þeir eru 17 eða 24… Ég er btw 29 og er “heimskur inná milli :Þ”
Hins vegar var loforðið hér á sínum tíma að allur leyfisaldur yfði færður í 18, fjárráðaaldur, (búið) sjálfráða (úr 16 í 18, búið), bílpróf (ekki búið), áfengisaldur (ekki búið og ekki í umræðunni)… Ég spyr, hvernig getur áfengisaldur verið 20 ár en sjálfræðisaldur 18? Þú ert nógu gamall/gömul til að ráða sjálfum/sjálfri þér en ekki hvort þú færð þér að drekka eða ekki?
Þú getur gift þig 18 en ekki fengið þér kampavín í eigin brúðkaupsveislu?
Þetta er komið út frá efninu, en þó er þetta sama umræðan… 18 átti að vera aldurinn, aldur til að vera frjáls til alls sem löglegt er.
ViceRoy