0705! Það er nú fullgróft. Já svona er sumt þetta fólk, sem er e.t.v. vant að fá blaðið sitt inn um lúguna á einhverjum ákveðnum tíma, það gerir sér kannski ekki grein fyrir því að það séu manneskjur að bera þetta út til þeirra. Þetta birtist ekki bara þarna upp úr þurru. Þetta sama fólk á það gjarnan til um að hugsa eingöngu um sinn eigin rass og skilur þ.a.l. ekki að blaðabunkinn gæti verið þyngri þann daginn og maður þarf annað hvort að bera þetta hlass eða drösla á eftir sér. Svo búum við á Íslandi, þar sem allra veðra er von sem segir okkur að það gæti snjóað einstaka sinnum.
Ég man eftir því í þjóðfélagsbókinni sem kennd er í 8-9 bekk, þar voru skrifuð lög, sem snertu ungmenni. Þar kom fram að 13-14 ára börn ættu ekki að fá að vinna, nema auðvelda vinnu; “á borð við blaðburð”. En já ég ætla að gefa mér það að sá aðili er skrifaði þetta hefur aldrei borið út blöð. Ég bar út Moggann í 5 ár og verð að segja að það þótti mér ekki beint “auðveld” vinna. Þar sem ekki er auðvellt að hringja sig inn veika eins og í öðrum vinnum, og svo eins og ég sagði áður, maður þarf að burðast með hlassið, hvernig sem viðrar. Ég man sérstaklega eftir því um hávetur úti í hríðinni og þegar ekki var búið að skafa í mínu hverfi. Þegar var svo mikill bunki og til að bleyta ekki blöðin af óþörfu, þá notaði ég kerruna, og þar sem hún er bara á hjólum (ekki skíðum) þá mátti maður gjöra svo vel að drösla henni upp brekkurnar sem voru hjá mér. Pínu langt svar, en jáhh…
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann