Ég tók fyrir skömmu greindavísitölupróf netinu, og fékk 142 og tel það vera ögn meira en ég væri með í venjulegu áreiðanlegu prófi. Veit einhver hvar ég gæti tekið áreiðanlegt próf?
ég hef tekið nokkur mismunandi á nokkrum stöðum (á netinu. veit ekkert hversu rétt það er) og í öll skiptin hef ég fengið 128-129-130. þannig að ég ætla að skjóta á það sem iq töluna mína.
Sma forvitni, hvad faerdu thegar thu tekur netprof? Ef thu hefur tekid einhver thad er ad segja. Langar ad vita svona nokkurnvegin hversu areidanleg netprof eru.
Netprófin eru nátturulega yfirleitt mjög svipuð í sniðum, svo að þú getur æft þig ef þú tekur mörg, en ég fékk í kringum 150-160 þegar ég kunni ekki á þau.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Haha, ~0.2% fólks er með 144 eða yfir og þar sem að meðalgreindarvísitala er sennilega hærri á Íslandi þá eru líklega enn fleiri með svona háa greindarvísitölu.
Þegar ég tók prófið var það gallað, það vantaði endann á eina spurninguna minnir mig. Ég fékk absúrt hátt út úr því þannig að ég myndi taka tölunum þaðan með varkárni.
Var ad taka thetta, vantadi svarid a einhverja spurningu um geimskilabod. Aetla ekkert ad taka thetta alvarlega thott mig langi thad eftir nidurstodurnar sem eg fekk :3
Bætt við 9. júlí 2009 - 18:29 Vantadi endann meina eg.
Meðalgreindarvísitala Íslendinga sem opna þráð um IQ test og actually taka prófið og pósta niðurstöðunni er ábyggilega langt yfir 110. Það þarf alls ekki að vera að öll prófin séu ónýt.
Einkunnir í grunn og menntaskóla er ein versta leið til að athuga greind. Þú getur verið mjög meðalgáfaður og verið með nánast 10 í meðaleinkunn. Þú getur líka verið mjög gáfaður og verið með fáránlega lágar einkunnir. Það fer miklu meira eftir nennu en greind. Sést til dæmis bara á því að fólk getur “tekið sig á” yfir þriggja mánaða tímabil og hækkað einkunnirnar sínar dramatically.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..