Hahaha, gaur. Segja öðrum að “get their facts straight”?
Ástæðan fyrir að þetta var upprunalega bannað tengist “hippunum” enganveginn. Marijúana var fyrst bannað árið 1937 af bandaríska þinginu, löngu áður en LSD var til (ef ég man rétt þá var það fundið upp snemma á sjötta áratugnum).
Sagan so (then) far: Nokkrum árum áður hafði áfengisbanninu mikla verið aflétt. Harry Anslinger og menn hans sem áður höfðu barist gegn Al Capone og álíka áfengissölum höfðu nú nákvæmlega ekkert að gera. Hvað þá?
Anslinger átti vin, Hearst að nafni, sem var dagblaðakóngur með mikil ítök í pappírsframleiðslu. Honum var illa við hampinn (kannabis) sem notaður var til framleiðslu á ódýrari og betri pappír en trén bjóða uppá. Hvíta manninum hafði aldrei líkað sérstaklega vel við kannabis því damn mexíkanarnir og “negrarnir” voru sífellt að neyta þess. En núna fór boltinn fyrst að rúlla. Anslinger skrifaði fullt af áróðursgreinum gegn kannabis í dagblöð vinar síns, Hearst, og að lokum stóð hann frammi fyrir bandaríska þinginu og sannfærði það um að kannabis væri verk djöfulsins. Hvað sagði hann? Jú, skjalfest er að hann sagði:
“There are 100,000 total marijuana smokers in the US, and most are Negroes, Hispanics, Filipinos, and entertainers. Their Satanic music, jazz, and swing, result from marijuana use. This marijuana causes white women to seek sexual relations with Negroes, entertainers, and any others.”
“…the primary reason to outlaw marijuana is its effect on the degenerate races (sbr. úrkynjuðu kynþættirnir).”
“Marijuana is an addictive drug which produces in its users insanity, criminality, and death.”
“You smoke a joint and you’re likely to kill your brother.”
“Marijuana is the most violence-causing drug in the history of mankind.”
Maður lítur á þessar tilvitnanir og hugsar: ‘Bíddu nú við! Þannig að þetta var ekki byggt á neinum rannsóknum, heldur rógburði til að Anslingar og félagar hans hefðu vinnu og félagi hans gæti grætt meiri pening?’ Hljómar það kannski aðeins of samsærislega? Hvaða ástæðu aðra hafði hann til þess að ljúga svona að bandaríska þinginu? Ef þú gefur mér aðra góða ástæðu en þær sem ég hef nefnt skal ég íhuga þær.
Það er því ljóst að bannið var aldrei til að hjálpa almenningi. Því var þröngvað í gegn með lygum og kynþáttahatri.
Síðan þá hefur ástæðunum fyrir banninu verið breytt trekk í trekk rétt til að fá almenning til að trúa á það. Einsog ég nefndi í svari hér ofar er gateway theory kenningin aðeins banninu sjálfu að kenna og allt “gateway”dæmi myndi hverfa með því að aðskilja sölu kannabis frá sölu á öðrum efnum, t.d. með því að selja það til neytenda í apótekum.
Lögleiðing á grasi myndi ekki fjölga notendum, einsog tölurnar frá Hollandi benda á. Það sem myndi gerast væri að minni peningum yrði eytt í fólk sem hefur ánetjast sterkari efnum (again, reynsla frá Hollandi), minni peningum yrði eytt í hið tapaða stríð gegn fíkniefnum, mikið meiri peningur myndi koma í ríkiskassann (þá sérstaklega ef þetta yrði selt af ríkinu) og jafnmiklum peningum yrði eytt í fólk sem telur að það þurfi hjálp til að hætta grasneyslu sinni. Einsog landlæknir benti á fyrir skömmu er kannabis minnst ávanabindandi vímuefnið (
http://kannabis.net/wp-content/uploads/2009/06/skorrdal-frettabladid-bls6.jpg , hér má sjá frétt úr Fréttablaðinu þess efnis) og einsog aðrir geta bent á er mikið auðveldara að takast á við aðeins kannabisfíkn en t.d. aðeins nikótínfíkn.
Svo there, ég veit þú heldur að þú vitir eitthvað um þetta en hinn ófríði sannleikur er að þú veist það ekki. Ég er ekki að reyna að móðga þig með því að segja það, ég vil bara ekki að fólk leggi trúnað á orð þín því þau eru röng.