okay.. það er eitt sem ég verð að fá að nöldra aðeins yfir. Ég er að vinna í sjoppu og ég skil ekki afhverju fólk getur ekki tilgreint almennilega hvað það vill!

,,ég ætla svo að fá einn ís með dýfu“

þetta var sagt við mig svona 794 sinnum yfir helgina. Afhverju getur fólk ekki verið aðeins nákvæmara og sagt amk stærðina? og gætu kannski líka sagt mér hvernig dýfan á að vera svo að maður þurfi ekki alltaf að vera að spurja að það að þessu öllu! :S urgh…

1. fífl: ,,ég ætla svo að fá einn ís með dýfu”
ég: ,,já, í hvaða stærð?“
fífl: ,,hvaða stærðir ertu með?”
ég: ,,lítill, miðstærð eða stór“ (erum btw með lista)
fífl: ,,bara einhverja miðstærð”
ég: ,,ok,*geri ís* - hvort á að setja súkkulaði eða karamelludýfu á hann?“
fífl: ,,bara venjulega dýfu”
ég: ,,súkkulaði þá?“
fífl: ,,jám”

2. kúnni: *lítur aðeins á mjög áberandi verðlista* ,,ég ætla að fá einn miðstærð af ís í brauði með súkkulaðidýfu“

-hvort er einfaldara?! ;s


já og aðeins meira… þegar ég spyr hvaða lauk fólk vill fá á pylsuna sína þá vil ég ekki heyra hversu mikið af tómatsósu og sinnepi á að vera á helvítinu! eru ekki næstum allar sjoppur með svona ”setja sósuna sjálfur á" fyrirkomulag eða?

ooog íslenskar kellingar á milli 50 og 60 ára eru án efa laaaang leiðinlegustu, fúlustu og frekustu viðskiptavinirnir af öllum! (reyndar með undantekningum)

kv. ein sem er orðin viirkilega þreytt á vinnunni sinni!
;D