ATH! Fólk með augnkvilla gæti átt í erfiðleikum með þetta.
Skoðið þessa mynd. Krossið augun yfir henni þannig að tvö tígrísdýr úr miðjuröðinni leggist saman. Upp ætti að spretta þrívíð mynd, þar sem tígrisdýrin í miðjunni liggja ofar hákörlunum fyrir ofan og neðan. (Ef það virkar ekki er hægt að leggja andlitið alveg að myndinni með krosslögð augun og færa það hægt frá, þar til myndin sprettur upp. Þetta gæti tekið nokkrar atrennur, ekki gefast upp strax. Niðurstaðan er erfiðisins virði!)
Þetta er það sem á ensku kallast autostereogram. Þrívíð mynd á tvívíðu yfirborði (stereogram) sem ekki þarf hjálpartækja við.
Þegar tekist hefur að skoða þessa æfingamynd er hægt að leggja í 'ann. Þessi mynd er af flokki “random dot autostereogram”. Myndin er þannig falin í mynstri handahófskenndra punkta. Sama tækni gildir þó til að sjá hana. Hreyfimyndir eru einnig mögulegar.
Ég legg einnig til að íslenskt nafn verði fundið fyrir þessar myndir.
Gangi ykkur vel!