Ég
Hata
Viðskiptavini.

Það er einsog næstum því allir sem stunda viðskipti við Hagkaup og örugglega allar aðrar verslanir séu betri en allir aðrir.
Fólk heldur að unglingar sem eru að reyna að vinna sér inn pening séu ekkert nema fávitar.

Þau koma fram við okkur einsog við séum eitthverskonar rusl á gólfinu sem tælenska þrífingarkonan í stóra húsinu þeirra á arnarnesinu á eftir að þrífa upp.

Það er ekki mér að kenna að það sé vitlaust verðmerkt í hillunni og þó að ég viti ekki hvar mango chutney er í helvítis búðinni þá þýðir það ekki að það þurfi að vera með eitthverja leiðinda stæla og láta mig finna eitthvern sem er búin að vinna þarna LENGUR.
Afþví það er hægt að sjá á öllum hvað maður hefur unnið þarna lengi.

Ég hata garðabæ.