Það er svo heitt hérna að súkkulaðið mitt bráðnaði, standandi á borðinu.


Og ég þoli ekki þegar fólk setur myndir af sér á myspace/facebook/eitthvað grátandi. Nennir einhver að segja mér af hverju fólk tekur sjálfsmyndir af sjálfu sér á meðan það grætur? Svona myndir sem líta út eins og manneskjan hafi vandað sig að setja á sig extra mikinn maskara rétt áður en hún fór að grenja til að láta það sjást betur.

Hérna er dæmi. Og hérna er önnur mynd af sömu manneskju.

Ég meina, ég var einu sinni geðveikt emo, en ég var aldrei þroskaheft.