mér finnst þetta bara svo miklar bull skoðanir.
ef að ‘venjulegt’ byggist á áliti hvers og eins þá finnst mér þetta frekar merkingarlausar vangaveltur í fyrsta lagi.
Og hvernig geturu sagt að ‘fyrir þér sé til helmingur af öllu’ ?
Hvað ef hann er ekki til? Ertu þá ekki búin að gefa þér eitthvað sem stenst ekki?
Það sem þér finnst venjulegt á karlmönnum er það sem þú verður oftast vör/var við í þínu nánasta umhverfi, fjölskyldumeðlimir, þeir sem þú hittir í vinnunni, vinir, ókunnugir á vappi og svo þeir sem þú sérð í sjónvarpinu.
Stór hluti þeirra er líklegast ljós á hörund, rakaður og stuttklipptur svo það myndir þú kalla eðlilegt.
Ef þú myndir spyrja ákveðinn hluta afríku hvað væri ‘venjulegt’ fyrir konur þá myndi sá hluti segja að dökk húð, krúnuklipping, 20cm neðri vör og eyrnasnepplar sem lafa 15 cm væri fullkomnlega ‘venjulegt’ fyrir konur, á meðan þér finnst það út í hött.
Svo þetta er frekar merkingarlaust. Þessi pæling á rót sína að rekja til tilhneigingar mannsins að finna sér hóp til þess að tilheyra, því það er gott að vinna í hópum, en einnig að útiloka sig frá öðrum hópum og dæma þá ‘öðruvísi’ og ‘óvenjulega’ til þess að réttlæta grófar aðgerðir gagnvart þeim ef hóparnir lenda í átökum (þar sem ættbálkaerjur voru algengar á frumtíma mannsins).
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig