ef að þið viljið ekki transformers 2 spoilera þá mæli ég með því að þið hættið að lesa núna.




















búinn að fara nógu og langt niður??? jæja. mér fannst transformers 2 :revenge of the fallen geðveik, alveg þangað til í endann. mér fannst þeir þurfa að koma með meira af sögu til að útskýra hlutina (margir hlutir sem gerðust bara og maður vissi ekkert hvað var að ske) og síðan var það optimus prime. þegar hann var lífgaður við þá var það stuð, en síðan fékk hann allann þennann kraft (eða varahluti) frá gamla kallinum og rústaði the fallen einsog ekkert væri. það var ekkert stuð í því. og síðan kastaði hann því öllu frá sér eftirá. gamli kallinn fórnaði lífi sínu svo að hann gæti fengið þeta þannig að mér fannst nú ekki að hann hefði átt að kasta því öllu í burtu. og þetta með vélina, hann eyðilagði hana bar 1,2 og 3 ekkert vesen. mjög anti-climatic.

annar var hún góð, fínt entertainment value allavegana. hvað fannst ykkur?