Ég legg hér til að allir hætti frá og með deginum í dag að segja nokkurn málshátt rétt og blandi þeim trúverðugt saman og keppi per se eða inter se um að ná sem flestum.
Nokkur dæmi til að koma ykkur í gírinn:
Sjaldan er ein bára í ausuna komin fyrr en misst hefur.
Morgunstund gefur fugl í hönd.
Víða er pottur grafinn.
Of seint er að byrgja brunninn þegar eplið er fallið af eikinni.
Sjaldan veldur þúfa þungu hlassi þegar tveir deila.
Ef ykkur finnst þetta ekkert sniðugt hljótið þið að geta gert betur!