Ég er komin með hina fullkomnu vinnu en það þýðir að ég verði að byrja á fimmtudag, ég er í bæjarvinnunni. Veit einhver hvort að ég megi hætta þar strax á morgun?
Þetta er unglingavinnan. Þú segir bara að þú sért hættur, og ekkert mál. Þeir afskrá þig bara þann dag og þú færð bara laun þá þangað til. Unglingavinnan er nú líka bara höfð til þess að ungmenni á þessum aldri hafi eitthvað að gera og séu ekki hangandi í reiðuleysi einhversstaðar úti í bæ, en allavega …já þú getur bara hætt, en láttu yfirmenn vita af því.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann
Nú er þetta ekki allt sama batteríið … laun frá bænum? Starf sem hefur mörg heiti? Hver er munurinn ef ég mætti spyrja? Ég veit kannski lítið um hvernig svona er framkvæmt í rvk. Því í minum bæ er þetta allt það sama. þ.e.a.s. Bæjarvinnan, vinnuskólinn, unglingavinnan.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann
Uppsagnarfrestur er oftast að lágmarki vika, jafnvel tvær, og fer síðan hækkandi með starfsaldri. Ætli þú verðir ekki að gera einhverskonar sérsamning við vinnuveitanda, það má vel vel vera að þeir sleppi þér lausri snemma vegna biðlista í starfið sem þú gegnir núna.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..