Enda skil ég ekki hvernig umræðan hefur þróast: “Þetta kusuði yfir ykkur!”
Í fyrsta lagi hafa aðeins verið um 5 flokkar á Íslandi, þar af 4 sem hafa haft eiginlega stefnu, D, VG, S, B.
'hægri' menn vildu refsa D fyrir spillingu og lélega frammistöðu og skiluðu því auðu eða færðu fylgi sitt til B eða S.
En að fólki skuli virkilega hafa haldið að vegna þess að D fokkuðu upp þá séu hinir flokkarnir sjálfkrafa einhver draumur í dós. Það er eins og allir hafi gleymt af hverju þeim datt ekki í hug að kjósa þessa flokka fyrir 2 árum.
D - lúmskt spilltur íhaldsflokkur sem virðist vera að hreinsa sig af valdapýramídanum sem var við lýði innan hans en ég held að þetta sé tálsýn og í raun er bara verið að koma öðrum fyrir. (ekki meðvitað, að sjálfsögðu)
S - flokkur sem tekur afstöðu af handahófi, hefur enga konkret stefnu eða hugsjón og selur sig í raun út á það svo að hinn venjulegi borgari, sem veit lítið um pólitík og hefur enga stefnu eða hugsjón kýs þennan flokk, þeir í raun reiða sig á óákveðni kjósenda og stefna þeirra (ef einhver er) endurspeglar það gjörsamlega.
Fólk er hrætt við öfgar, enginn vill vera vinstrisinnaður en ekki heldur hægri (því þau hafa í raun litla hugmynd um hvað þessi orð þýða, eins og við öll) svo þau segjast vera í miðjunni, og S selur sig sem miðjuflokk
B - Deyjandi bændaflokkur sem hingað til hefur nokkurn veginn verið ‘miðju’ flokkurinn í íslensku samfélagi, enda var það upprunalegi tilgangurinn með honum þegar Jónas frá Hriflu stofnaði hann. Hann vildi hafa 3-4 flokka kerfi með einum hægriflokk (sjálfstæðisflokkurinn/íhaldsflokkurinn&frjálslyndiflokkrinn gamli) einum vinstriflokk (alþýðuflokknum) og einum miðju flokk sem myndi síðan sveiflast í hvora áttina til þess að hanga alltaf í stjórn (Framsókn).
… og enn þann dag í dag sitjum við uppi með þetta kerfi
VG - Leyfar alþýðubandalagsins sem voru of róttækir til þess að sameinast stefnuleysi Samfylkingarinnar. Þarna er fólk með hugsjón sem er sósíalískt, og veit það.
Svo hélt fólk einhvern veginn að ef D væri hrint til hliðar þá myndi eitthvað ótrúlega gott koma í staðinn :S.
Mótmælin í haust hefðu aldrei átt að snúast gegn D heldur gegn kerfinu sem heild.
Þeir sem hafa látið hvað mest á sér hveða varðandi þá baráttu er O flokkurinn, sem er líklegast að fara sömu leið og allir hinir núna.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig