Ég endurtek: Hvernig mæliru græðgi?
Ég sagði aldrei að Íslendingar hafi ekki verið gráðugir, þó svo að mér finnst mjög vafasamt að nota þetta orð þar til við fáum almennilega skilgreiningu á því. Við hegðum okkur öll svipað í álíka aðstæðum.
Hvað er græðgi?
Það sem einkenndi ísland á þessum tíma var offramboð á lánsfé. Eins og alltaf þegar það er aukið framboð á einhverju þá fellur verð á því. Verð á lánsfé er mælt með vöxtum.
Aukning á framboði lánsfé lýsir sér í ódýrum lánum, dýrum langtíma fjárfestingum, aukinni neyslu og álíka.
Þetta er einmitt það sem gerðist, þetta er ekkert annað en skólabókadæmi í hagfræði ef við skoðum 100% lánin sem spruttu hérna upp, allir gátu fengið lán fyrir Range Rover, eða Skodu eða hvað sem þeim vantaði pening fyrir.
Ég held að löngun mannsins í peninga hafi alltaf verið sú sama, það sem breyttist var að allt í einu voru þessir peningar til staðar!
Af hverju voru þeir til staðar? Hvaðan komu allir þessir peningar? Það er greinilegt að þetta var ekki íslenskt fjármagn þar sem það hefur ekki orðið nein rosaleg framleiðsluaukning á Íslandi síðustu 10 ár. Við fundum ekki gullnámu eða olíu og seldum hana á einu bretti.
Þetta var greinilega erlent fjármagn, sem sést á því hversu margir eru fukt núna vegna erlendra lána.
Svo spurningin er … af hverju ættu svona margir útlendingar að sjá það fýsilegt að fara með peningana sína til Íslands?
Ég tel meginástæðuna fyrir því vera að hér voru vextir mjög háir (og þar getum við ekki kennt hinum frjálsa markaði um eða kapitalismanum þar sem Seðlabanki Íslands, sem er ríkisstofnun, setur stýrivexti á Íslandi) á meðan vextir í Evrópu og BNA voru mjög lágir (settir af FED í BNA og Evrópska Seðlabankanum í Frankfurt)
Eins og við vitum þá ganga viðskipti út á eitt atriði, kaupa lágt og selja hátt!
Það sama er hægt að gera með fjármagn, en í staðinn fyrir að kaupa það lágt þá taka menn lán á lágum vöxtum og í stað þess að selja hátt þá lána menn það út á hærri vöxtum.
Þetta gera allir bankar og þetta gerðist óhjákvæmilega á Íslandi, þar sem markaðurinn fékk ekki að ráða vöxtum á Íslandi heldur ákvað Ríkið að setja vextina himinháa hér á landi.
Þegar vextir eru hækkaðir langt yfir markaðsvirði þeirra þá flæddi hér inn fjármagn, sem hækkaði gengið langt yfir markaðsvirði krónunnar sem aftur gerði erlendan gjaldmiðil ódýrari.
Því varð ENNÞÁ ódýrara að fá lánað í erlendu, bæði vegna þess að gengið var svo bjagað og vegna þess að vextir voru svo lágir.
Lágir vextir seðlabanka úti í heimi hafa orsakað heimskreppu. Háir vextir hér á Íslandi hafa skapað þessa sérstöku “Íslandskreppu” sem við erum núna vitni að.
Ef vextir hefðu ekki verið svona háir þá hefðu líklegast aldrei verið neitt Icesave og aldrei nein jöklabréf.
Svo nei… ég sé ekki að græðgi komi málinu neitt við, þetta er pjúra hagfræði.
Nema þú viljir skilgreina fyrir mig græðgi og segja hvernig siðferðisvitund Íslendingar tókst allt í einu, upp úr þurru að sveiflast út í andskotann, eins og þú vilt meina að hafi gerst.
Djöfull þoli ég ekki þetta “græðgisorð”
2 mínútna ‘græðgis’ svar:
http://www.youtube.com/watch?v=RWsx1X8PV_A