Því miður er ekki til nein lækning á glútenóþoli og eina meðferðarúrræðið er ævilangt glútenfrítt mataræði.
"Glúten er að finna í hveiti, heilhveiti, hveitiklíð, durum hveiti, semolina, spelti, rúgi, byggi, cous cous, búlgur og kamut mjöli. Flestir með glútenóþol geta borðað hafra ef þeir hafa verið meðhöndlaðir sérstaklega en ráðlagt er að leita eftir ráðleggingum hjá lækni eða öðrum meðferðaraðila þar um.
Aðrar vörur sem innihalda glúten eru allar vörur sem innihalda eitthvað af ofangreindu, t.d. pasta, morgunkorn, unnar matvörur, sojasósa, pakkasósur og súpur, súputeningar, alls kyns tilbúnar sósur, kryddblöndur, kartöfluflögur og franskar kartöflur, steiktur laukur og alls kyns sælgæti. Einnig ef sterkja er notuð þá er möguleiki á að hún sé unnin út glútenafurð en þó er algengast að notast sé við maís- eða kartöflusterkju sem er í lagi.
Einnig er möguleiki á að fæðubótarefni innihaldi glúten.
Það sem gildir er að lesa vel allar innihaldslýsingar og spyrjast fyrir hjá verslun eða framleiðanda. Gott úrval af glútenlausum vörum er að finna í heilsuverslununum.
Mjöl sem er glútenlaust er hirsi, hrísgrjónamjöl, bókhveiti, kartöflumjöl, maís, sojamjöl og baunamjöl eins og kjúklingabaunamjöl, quinoa, amaranth og tapiocamjöl.
Benda má á að hægt er að fá glútenlausa sojasósu sem heitir Tamari.
Þar sem glútenfríar kornvörur innihalda lítið af trefjum þarf sérstaklega að gæta að því að neyta fjölbreyttrar fæðu sem rík er af grænmeti og ávöxtum.
Fólk með nýgreint glútenóþol þarf að gæta þess að neyta matvöru sem er rík af járni og B-vítamíni þar sem þau hafa frásogast illa.
Önnur vítamín sem frásogast illa hjá fólki með glútenóþol eru fituleysanlegu vítamínin, A, D, E og K og er ástæða að taka þau inn sérstaklega."
Tók þetta frá Heilsubankinn.is, vonar að þetta hafi hjálpað þér.
(Annars, líttu bara á þetta sem byrjun á nýjum og hollari lífstíl).
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.