Var hjá lækninum og er sennilega með glútenóþol! Ég átti allavega sleppa glúteni í nokkra daga og sjá hvað gerist.
En málið er það að það er glúten í ÖLLU! Þannig að það er vesen að finna sér eitthvað að borða :/ t.d. ekkert brauð, ekkert cheerios í morgunmat, ekkert kex á milli mála og bara vesen.. :s

Er einhver hérna með svona óþol sem getur gefið mér einhver ráð, og hvað eru þið vön að borða?
;D