ef þú setur á þig mjög sterka sólarvörn þá getur það dregið úr brúnkunni.
t.d. ef þú notar sólarvörn nr. 40 hérna á Íslandi þá færðu ekki brúnku… hinsvegar ef þú ert með mjög viðkvæma húð þá mæli ég frekar með að nota sterka sólarvörn í sólarlöndum, það skemmir ekki fyrir þá.
Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar fólk hefur meiri áhyggjur að verða ekki brúnt en að brenna. Veit ekki hvort það sé pælingin hjá þér. En sumir nota frekar ekki sólarvörn til þess að vera öruggir að fá brúnku.
Ég fór til sólarlanda og makaði á mig vörn allann daginn en SKAÐBRENNDIST engu að síður. Verð frekar næpuhvít í stað þess að lenda aftur í svona slæmum bruna
ef þú ert með góða húð fyrir sól þá ætti alveg að vera í lagi að sleppa vörn á íslandi. nema kanski á allra allra heitustu dögunum. Sólin er samt voðalega lúmsk. held að málið sé bara prufa sig áfram. En alltaf öruggara að vera með vörn, held að það hafi ekki áhrif á brúnku.
Sólarvörn einfaldlega blokkar ákveðið mikið af útfjólubláum ljósum. Ef maður setur mikið á sig þá getur það náttúrulega blokkað alveg svo að maður fær enga brúnku eða neitt en svo aftur á móti er náttúrulega hægt að nota það af því magni að geta fengið tan en auðvitað dregur þetta úr. Þetta er ekki bein vörn gegn bruna heldur vörn gegn geislum sem geta valdið bruna.
önnur spurning. verður maður jafn brúnn ef að maður er að hreifa sig einsog ef maður er liggjandi kyrr. er það eitthvað möst að vera liggjandi kyrr eða virkar líka að vera í fótbolta eða eitthvað?
Ef þú notar SunBLOCK þá verðuru ekki sóbrúnn, minna sólbrúnn að minnsta kosti. Ég lenti í því í fyrra, var mikið úti og var.. tja .. hálfur negri… ég hef frekar lítið vit á þessu en ég fékk sterka sólarvörn niðrí apóteki (50+) og ber á mig ef ég verð úti allan daginn (vinna <3).
Sumarið er sirka hálfnað og ég er ennþá hvítur! <3
oh vá hvað það er pirr. ég enda alltaf með sona bændabrúnku þ.e. brúnn í framan og á háldinum og á höndunum/fótum og sodlið á búknum en annars er ég alveg hvítur á lærunum og frekar hvítur á bakinu og maganum (verð bara pínu brúnn þar eftir sund og sona).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..