ok first things first.
ég er 14. ég hata að af því að ég er orðinn nógu og gamall og þroskaður til að hafa skoðun á hinum og þessum málum að þá er maður bara stimplaður gelgja af því að maður er ekki sammála hinum aðillanum. og af því að ég er alveg til í að hækka róminn til að verja mína skoðun og mín rök.
ég hata líka þessa umræðu sem er í gangi um að menn sem að fengu lán hjá bankanum til að kaupa hlutabréf í bankanum eigi að fá skuldirnar afskrifaðar. einu rökin sem ég finn sem styðja það er að þeim var “bannað” að selja bréfin til að gúddera skuldirnar, og við “högnuðumst” þannig ekkert á því. ég meina, þetta eru samt íslenskir ríkisborgarar sem skulda pening og þeir eiga ekki að fá neitt öðruvísi meðferð en meðalmaðurinn sem skuldar kannski 15 milljónir og stendur ekki undir skuldum.
ég hata bókstafstrúarfólk sem að er ekki einusinni tilbúið að hlusta á nein rök gegn því sem að biblían segir af því að, guð er allmáttugur og hann gerði þetta bara víst, ég fer þá bara til helvítis ef að ég endilega KREFST þess að nota smá rökhugsun. og nú er ég ekki að segja að ég sé á móti trú eða trúuðu fólki(ég er frekar trúaður sjálfur (sjáið undirskriftina mína) heldur bara þessum örfáu FÁVITUM sem leinast á milli trúfólks.
og síðast en ekki síst, ég hata öfgafeminista sem að eru með “réttar” skoðanir, en með röng rök/ástæður. Kona sem kom í skólann til mín í vor reyndi að fá okkur til að trúa því að kvenn/karllegt eðli væri ekki til og að eina ástæðan fyrir því að menn væru aggresívari en konur væri af því að þeim væri sagt að það væri normið. ég (að springa úr pirringi, og núna stolti :P:P) rétti upp hönd og spurði hana hvort hún hefði heyrt um testosterón.
ok, kannski var of sterkt sagt hjá mér að ég HATA þessa hluti, en þetta er allt “stöff” sem fer í taugarnar á mér.
einhverjar skoðanir, rök/mótrök??? endilega látið í ykkur heyra.