Ghetto er hverfi sem að er afmarkað af ýmsum landamærum gæti verið hraðbraut, gæti verið mismunandi byggingarform o.s.f., það hefur ekki verið neitt alvöru ghetto þannig séð hér á íslandi en fellahverfi er það sem að hefur komist næst því á okkar dögum með gífurlega háu hlutfalli af félagslegu húsnæði og vandræðaíbúum.
Það eru til ghetto t.d. í los angeles, rio de janeiro o.s.f. þarsem að ákveðnir þjóðfélagshópar búa og þeir afmarkast af oftast af þjóðerni og að vera innflytjendur, oft er efnahagslegum úrræðum beitt til að þvinga þessa þjóðfélagshópa til að búa á þessum minna aðlaðandi stöðum.
Stundum t.d. á upphafsárum ghettomyndunar í los angeles að þá voru ghettoin miklir suðupottar menningar þarsem að svartir rithöfundar, tónlistarmenn, hugsuðir, mannréttindafrömuðir o.s.f. voru allir á sama svæðinu og hverfin blómstruðu. Svo hurfu störfin og eftir sitja svertingjar semað neyddir voru til að búa þarna eru fastir í víti atvinnuleysis, glæpa og eiturlyfa.
Orðið ghetto kemur úr ítölsku og var upphaflega borghetto sem að þýðir víst borgarhluti eða hverfi.
En allavega það sem að ég er að reyna að segja að það er vísir að ghettoi á íslandi og ghetto þurfa ekki að vera umkringd múrveggjum og vír til að vera raunveruleg.