Tekur alveg tíma að ná þessu, ég var í lest þegar ég lærði þetta fyrst svo ég hafði ekkert betra að gera.
Lokar bara höndunum saman eins og þú sérst að hnoða snjóbolta og lætur eina gatið inni í “rýmið” sem myndast vera á milli þumalputtanna (semsagt eini staðurinn sem loft má komast inn í rýmið milli handanna má vera á milli þumalputtanna) - svo seturðu varirnar við þumalputtana og blæst.
Svo til að breyta hljóðinu lyftirðu puttunum frá rýminu, s.s. löngutöng og þá myndast annað op og hljóðið breytist, þú áttar þig vonandi á þessu - erfitt að lýsa þessu svona skriflega.
Það er erfiðara að spila eins og hann er að gera í myndbandinu, betra að læra fyrst að gera eins og lýsti hérna fyrir ofan áður en þú ætlar að gera eins og hann.